Segi ekki mikið

Ég er nú búin að jafna mig á dagaruglingnum ekki seinna vænna þar sem að hinn langþráði sumardagurinn fyrsti er á morgun, það fékk ég staðfest á dagatal.is

En það er ekki bara dagaruglingur sem að háir mér, ég hef ekki snefil af sens fyrir áttum ég villist ef ég er í 2 húsa sumarbústaðarhverfum.

Þessi hömlun gerði það að verkum að ég hét því að ég skyldi aldrei fara í Kópavog nema náttúrlega í fylgd einhvers sem að ratar eða mér yrði hreinlega rænt og flutt þangað nauðug

En ég er fljót að beygja prinsippin mín, mér bauðst vinna í Kópavogi og tók henni sæl og glöð en það skal tekið fram að eftir nokkra mánuði í starfi fer ég alltaf sömu leið í og úr vinnu ef ske kynni að ég myndi villast. 

Betri helmingnum mínum, þessi elska InLove finnst ekki margt jafnósmart og þessi áttavilla mín.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mikið skil ég vel fólk sem er svona áttavillt. Ef ég sný mér við er ég orðin villt. Þarf meira að segja alltaf að hugsa mig um augnablik þegar ég á að segja hvort eitthvað er til hægri eða vinstri.

Helga Magnúsdóttir, 27.4.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gríman
Gríman

Ha ég ??

 

Nýjustu myndir

  • theorettir
  • theodoramedhjalm
  • bjössi
  • myndir sab
  • Theodóra réttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband