Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ég held ekki!!!!!!

Í póstkassanum í gær var þessi líka ljóti plastpoki Devil

Skærgrænn með merki Hafnarfjarðar!! gerist ekki ósmartara

Þetta þýðir það að ég á að fara út með græna pokann og týna rusl, halda umhverfinu hreinu !!!

Það er ekkert að því að halda því hreinu og ég er alveg á því að það sé hið besta mál.

En að ég fari út að týna rusl í grænan plastpoka !!

Það vantar bara appelsínugula gallan og þá væri ég eins og Ameríkani í samfélagsþjónustu .

Ég held ekki


Segi ekki mikið

Ég er nú búin að jafna mig á dagaruglingnum ekki seinna vænna þar sem að hinn langþráði sumardagurinn fyrsti er á morgun, það fékk ég staðfest á dagatal.is

En það er ekki bara dagaruglingur sem að háir mér, ég hef ekki snefil af sens fyrir áttum ég villist ef ég er í 2 húsa sumarbústaðarhverfum.

Þessi hömlun gerði það að verkum að ég hét því að ég skyldi aldrei fara í Kópavog nema náttúrlega í fylgd einhvers sem að ratar eða mér yrði hreinlega rænt og flutt þangað nauðug

En ég er fljót að beygja prinsippin mín, mér bauðst vinna í Kópavogi og tók henni sæl og glöð en það skal tekið fram að eftir nokkra mánuði í starfi fer ég alltaf sömu leið í og úr vinnu ef ske kynni að ég myndi villast. 

Betri helmingnum mínum, þessi elska InLove finnst ekki margt jafnósmart og þessi áttavilla mín.

 

 


Dauði og djöfull!!!

Síðustu ca 3 tímana er ég búin að vera að plana morgundaginn, sumardagurinn fyrsti og allt það.

Nema ég í gleði og kæti hringi í samstarfskonu mína til að ath hvernig hún ætli að eyða frídegi sínum , var mjög glöð og kát.

Hún er nú farin að þekkja mig soldið , þannig að hún hlustaði á meðan ég lét frá mér hin ýmsu gullkorn og blessanir yfir þessum merkisdegi.

Loks sagði hún þegar við vorum að kveðjast :

" heyrðu við sjáumst á morgun, það er þriðjudagur elskan og ekki frí fyrr en á fimmtudaginn"

 ANDSK....Devil

þarf að fá betri kennslu á dagatal. 


usss það borgar sig ekki að hugsa of mikið

Ég er búin að vera heima veik í 2 daga, sem er í sjálfu sér ekki merkilegt.

Nema það að í dag þegar ég er loksins komin með smá rænu og gat farið að hugsa smá, þá fékk ég þessa líka snilldarhugmynd.

Þetta segir mér að ég er ekki mikill hugsuður, úr því að ég gat ekki fundið mér neitt betra að gera eða allavega eitthvað pínu skemmtilegra.

Þetta  datt inn í  kollinn á mér á meðan ég braut saman peysur og buxur.

Unglingarnir á heimilinu eru að fara erlendis í rúma 2 mánuði í sumar, byrja fríið sitt í Osló og fara svo þaðan í fleiri ferðalög.

Búlgaría er á listanum og eitthvað meira víst.

Eins og það verður gott að losna við þau , þá er líka best af öllu þegar þau koma heim aftur

Alla vega fyrstu 2 dagana Whistling

Ég hefði viljað hafa svona tækifæri þegar ég var krakki að geta ferðast um allan heiminn á hverju sumri eins og gormarnir mínir hafa gert síðan þau voru 4 og 5 ára.

Og þar sem að ég er frekar illa stemmd núna eftir hósta, snýt og slatta af sjálfsvorkun þá datt mér það í hug að vera ekkert að endurnýja passana þeirra sem að renna út um miðjan júní.

Þau gætu farið í sörvæfor leik, svona hver kemst af í Búlgaríu án passa eða að komast til Íslands án passa.Cool

Þetta segir mér það að ég á ekki að hugsa mikið ef þetta er útkoman.... 

Nei nei elskurnar mínar, ég er bara að grínast 

fffffriður 

 


Mér hefur verið sagt upp sem systur!!!

Það er bara þannig Angry andsk óhúmor í þessum bræðrum mínum.

Nú þegar forledrar mínir eru að ferðast um Kína, þá fæ ég reglulega sms frá þeim og auðvitað svara ég.

En þar sem að foreldrar mínir eru af þeirri kynslóð að gsm símar og tækni er ekki alveg eftst á færnis-listanum hjá þeim , þarf oft að fá þýðingu á smáskilaboðunum sem þau senda og svo eru þau yfirleitt eins og símskeytin í gamla daga.

Eitt sms var sent frá Kína í dag og það hljóðaði svo :

Erum í Shanghai ( stopp )hrædileg fatækt ( stopp ) sendu brædrum þínum ?? ( stopp)

Þar sem að ég skildi ekki síðasta orðið í skeytinu þá fyllti ég í eyðuna.

það sem helst kom til greina var að:

Þau vilja að ég sendi fátæka fólkinu í Kína bræðurna, og er það auðsótt mál af minni hendi.

Mig hefur alltaf langað til að vera einkabarn, en bræðurnir voru ekki sammála mér og eru þeir nú saman í gargandi fýlu út í systur sína.

En ég var nú bara að grínast sagði ég þeim en þeir segja að ég sé vond kona.

En ég er náttúrlega bara dásamleg.

 

Fiður og friður

ps: öllu gríni fylgir einhver alvara Devil


Ég skal segja ykkur það

Þetta er alls ekkert grín.

A+B-manneskja eins og ég vaknaði kl 07.30 í morgun.

Já ég er bæði A og B manneskja mér finnst gott að fara snemma að sofa ( A ) og mér finnst ennþá betra að sofa lengi frameftir (B) 

Þetta hefur ekki gerst um helgar áður svo mig minni, jú kannski haustið 1987 en mig rekur ekki minni til að þetta hafi gerst síðan.

Uppfull af hálsbólgu og hósta skrönglaðist ég á fætur, hálfdrap manninn minn honum brá svo að sjá mig á fótum á mjög svo ókristilegum tíma ( held samt það hafi verið útlitið á mér ) en hann myndi nú ekki segja mér það þessi elska.

Ég er vond kona þegar morgunsvefninn er tekin af mér er mér sagt t.d er lítið hægt að tala við mig fyrsta klukkutímann því að  " það tekur tíma fyrir allann líkamann að vakna" !

Síðasta skynfærið sem vaknar í þessu ferli eru eyrun, svo það er eðlilegt að ég tali ekki mikið þegar þessi vakningarprósess er í gangi " ég heyri ekki þar sem að eyrun eru enn sofandi" Whistling

 

Fríður friður fylgi yður......


Ætli unglingurinn verði kolvitlaus??

þegar hann sér að ég er búin að setja inn myndir af honum hér innCool

Það er nefninlega ekkert grín að vera lasinn í unglingnum .

 

Litla systir hans lá einu sinni upp í sófa, með hönd á enni og ægilega slöpp , ég spurði hana hvort hún væri að verða lasin ...... já mamma ég er sko með rosalega unglingaveiki InLove

 Friður en ekki fiður

 


MY NAME IS BILL

Ég get ekki annað en fyllst auðmýkt , eftir að hafa horft á téða mynd.

Bill og Bob gerðu það að verkum að milljónir manna um allan heim hafa bjargast frá alkahólisma.

Þeir fundu upp kerfi sem að hægt er að fara eftir, svo að fólk sem þjáist af ólæknanlegum sjúkdómi geti lifað eðlilegu lífi.

Ég hef notið góðs af þvi að þessir menn fundu lausnina og það er satt sem að þeir segja

ÞAÐ ER TIL LAUSN.

Og ég væri ekki sú sem að ég er í dag ef ekki hefði verið fyrir þessa menn.

Takk fyrir mig þið sem hafið sagt frá lausninni og deilt með mér reynslu ykkar, án ykkar væri ég ekki neitt.

Friður hér og allstaðar

ps: er í vakningu eftir að hafa horft á þessa mynd Blush


Höfundur

Gríman
Gríman

Ha ég ??

 

Nýjustu myndir

  • theorettir
  • theodoramedhjalm
  • bjössi
  • myndir sab
  • Theodóra réttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband