Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

þreyttur unglingur

 

Það getur verið erfitt að vera unglingur skilst mér.... eða allavega segir unglingurinn minn mér það reglulega.

Sérstaklega á hann það til að ræða unglingamál þegar hann hefur komið of seint heim ( aldrei nema 10-15 mín of seinn)

"Æjjj kommmon mamma, það mega allir vera úti til klukkan guðmávitahvað!!!!"

" Strákarnir þurfa ekki að mæta í kvöldmat heima hjá sér"

" En ef að ég er ekki svangur , má ég þá sleppa við að mæta í kvöldmat "

Alltaf fær þessi elska sömu svörin ....

Þú kemur heim kl ( á löglegum útivistartíma)

Þú kemur heim og borðar kvöldmat með fjölskyldunni þinni..

Þú er alltaf svangur þannig að þessi spurning er ekki að virka...

En ég heyrði eitt sem að sannar það að þetta eru reglur sem að unglingar vilja, þó þeir myndu ekki viðurkenna það, þó það bjargaði  lífi þeirra.

Einn vinur unglingsins sagði við hann svo að ég heyrði ( átti ekki að heyra það samt Halo)                    " Ég vildi að ég þyrfti alltaf að koma heim í mat "

Ég er hamingjusöm móðir í dag, og ætla ekki að hafa áhyggjur af því sem að morgundagurinn ber í skauti sér, enda er það dagurinn í dag sem að skiptir máli með þeim sem að maður elskar.

væmið ég veit , en ég er á svona væmnistímabili í lífinu núna Blush

 

Friður hér og þar


Hef sjaldan beitt hugarorkunni svona mikið.....

Ég er að reyna að sannfæra veðurguðina að það sé komið sumar.. allavega vor....

Ég bið ekki um mikið, einungis nokkrar gráður upp á helv.. mælinum , það er sama hvað ég geri hann haggast ekki , svo ég þarf að bíða aðeins áfram en mér sýnist nú stefna í ágætis hjóladag í dagLoL

Ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki gluggaveður Crying

 

Friður á jörðu sem og öðrum hnöttum


Þakklæti var mér ekki efst í huga í morgun ...

Það var nú ekki spennandi að vakna í morgun eftir nokkura tíma svefn, úrill og með koddaför í andlitinu skundaði ég af stað í vinnu, nú nokkrum  tímum seinna er ég enn með smá koddafar á enninu og niður á kinnAngry býst fastlega við því að þetta eigi eftir að endast fram eftir degi

Semsagt bara almenn leiðindi og sjálfsvorkun í gangi......

En ég get ekki kvartað

Ég á falleg heilbrigð börn

Ég á yndislegann maka  ( hann á sín móment samt sem áður þessi elska)

Ég á fallegt heimili

Ég er í góðri vinnu

Ég á gott líf

Ég elska og er elskuð

Get ég beðið um eitthvað meira ??

Friður sé með yður Halo 

ps... ég bíð eftir að vængirnir bresti fram 

 

 


Happy peisks..................

Ég fann páskaeggið mitt á undraverðum hraða í morgun W00t enda hafði ég hönd í bagga í gærkvöldi hvar eggin í ár yrðu falin, sumir segja að þetta sé svindl en ég segi að þetta séu forréttindi tapsárra foreldra, ég þoli nefninlega ekki að tapa t.d vinn ég nánast aldrei þegar tekið er í spil á heimilinu sex ára dóttir okkar hefur ekki tapað í veiðimann undanfarin 2 ár og ég verð nú að viðurkenna að ég fæ pínu pirring þegar hún snarar út úr sér " á einhver DROLLU" með pókersvip sem að myndi blöffa íbúa Las Vegas á nó tæm ,og hún vinnur undantekningarlaust krakkinn.

Unglingarnir okkar koma heim á morgun úr sumarbústaðnum, en þar eru unglingarnir búnir að vera síðan að páskaleyfi hófst í góðu yfirlæti ömmu og afa.

Guð blessi ömmur og afa þau bjarga lífum oft á tíðum (rímar Whistling)

eníhú er að fara að undirbúa matarboð, allar tegundir af ættingjum væntanlegir í kvöld  

happý peisk ( gleðilega páska) 


ég vil út , ég vil út , ég vil út

 

Enda er ég á leið útLoL

Læt ykkur vita í kvöld hvort föstudagurinn langi sé jafn langur og í gamla daga Cool


Ég hélt ég yrði úti ........

Ekki munaði miklu að ég hefði hreinlega orðið úti í dagWoundering ég ákvað það kl 11 í morgun að veðrið úti væri alls ekki gluggaveður heldur væri það brakandi sumarblíða og tilvalið að kíkja upp í bílskúr og prófa nýja hjólið mitt.

Þar sem að ég er ekki búin að hjóla síðan síðasta sumar þá ákvað ég að vera skynsöm og draga minn mann út með mér ef ske kynni að ég færi mér að voða (sem er ekki ólíklegt öllu jafna) ,tautandi um að það væri alls ekki kalt, heldur frekar heitt ef eitthvað væriWink og það væri algerlega nauðsynlegt að hreyfa hjólið núna.

 Manngreyið druslaðist með mér í skúrinn, vitandi það að ég er ekki svo mikið fyrir að láta af mínum hugmyndum ef mér finnast þær á annað borð góðar.

En Jesús,Maja og Jói hvað mér varð kalt, en eins og mér einni er lagið viðurkenndi ég það alls ekki og hélt áfram að telja sjálfri mér trú um að það væri komið sumarveður,  en svo kom það, ég sá að þetta var nú ekki alveg að gera sig, ég er ekkert svona mikill nagli, ég er bara lítil kona sem er ekki lengi að frjósa í hel.l

Ég var farin að sjá mig í anda í afþýðingarteppi á slysó, (ekki falleg sjón held ég)

þannig að hjólatúrnum var lokið, en ég hafði þó farið og sett í gang, tekið einn rúnt þótt lítill væri.

 


Höfundur

Gríman
Gríman

Ha ég ??

 

Nýjustu myndir

  • theorettir
  • theodoramedhjalm
  • bjössi
  • myndir sab
  • Theodóra réttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband