Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
23.6.2008 | 21:17
jiminn hvað það er gaman að vera til...
Elskurnar mínar, ég skrapp bara norður í sumarfrí með fjölskylduna agalega gaman skal ég segja ykkur.
Ég var nú alveg til friðs og lét allar og flugelda eiga sig þá viku sem ég eyddi á Akureyri, sá ekki einu sinni einn skitinn ísbjörn hvað þá meira.
En þar sem að ég ber virðingu fyrir laganna vörðum þá voru þeir öruggir fyrir aðkasti af minni hálfu og ég tala nú ekki um ísbjarnarkvikindið, ég hefði sennilega andast á staðnum ef ég hefði verið í návígi við hann.
Við skemmtum okkur konunglega en boj ó boj hvað það var gott að komast heim í kotið okkar.
só long.......
23.6.2008 | 12:22
óóóó mí god mamma...
" Kann maðurinn ekki á stjörnuljós ?"
Þetta var eitt af gullkornum sex ára dóttur minni þegar bíll tók fram úr okkur á leið til RVK í gær.
Auðvitað átti hún við stefnuljós....
Hún átti líka annað snilldar móment í gær, hún var að keppa í fótbolta og mikið að gerast á vellinum, svo sér hún pabba sinn á línunni og var hann að festa atburðinn á filmu.
Hún snarstöðvar leikinn og stillir sér upp í hinar ýmsu pósur og máttu allir hinkra á meðan hún var í myndatöku. (lík móður sinni )
fiður nei ég meina friður--- hvernig er verðið
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar