31.3.2008 | 10:23
þreyttur unglingur
Það getur verið erfitt að vera unglingur skilst mér.... eða allavega segir unglingurinn minn mér það reglulega.
Sérstaklega á hann það til að ræða unglingamál þegar hann hefur komið of seint heim ( aldrei nema 10-15 mín of seinn)
"Æjjj kommmon mamma, það mega allir vera úti til klukkan guðmávitahvað!!!!"
" Strákarnir þurfa ekki að mæta í kvöldmat heima hjá sér"
" En ef að ég er ekki svangur , má ég þá sleppa við að mæta í kvöldmat "
Alltaf fær þessi elska sömu svörin ....
Þú kemur heim kl ( á löglegum útivistartíma)
Þú kemur heim og borðar kvöldmat með fjölskyldunni þinni..
Þú er alltaf svangur þannig að þessi spurning er ekki að virka...
En ég heyrði eitt sem að sannar það að þetta eru reglur sem að unglingar vilja, þó þeir myndu ekki viðurkenna það, þó það bjargaði lífi þeirra.
Einn vinur unglingsins sagði við hann svo að ég heyrði ( átti ekki að heyra það samt ) " Ég vildi að ég þyrfti alltaf að koma heim í mat "
Ég er hamingjusöm móðir í dag, og ætla ekki að hafa áhyggjur af því sem að morgundagurinn ber í skauti sér, enda er það dagurinn í dag sem að skiptir máli með þeim sem að maður elskar.
væmið ég veit , en ég er á svona væmnistímabili í lífinu núna
Friður hér og þar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
pældu í því ... ég vildi að ég þyrfti að koma heim í mat ... vá hvað við höldum alltaf að börnin okkar séu vitlaus, heimtufrek og óþekk ... þau vilja bara koma heim í mat ... minn
veit ekkert betra en að ég leggist uppí hjá honum á morgnana og knúsi hann þar til hann vaknar ... þetta unglingastand er svo misheppnað eitthvað !
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 31.3.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.