20.4.2008 | 08:19
Ég skal segja ykkur það
Þetta er alls ekkert grín.
A+B-manneskja eins og ég vaknaði kl 07.30 í morgun.
Já ég er bæði A og B manneskja mér finnst gott að fara snemma að sofa ( A ) og mér finnst ennþá betra að sofa lengi frameftir (B)
Þetta hefur ekki gerst um helgar áður svo mig minni, jú kannski haustið 1987 en mig rekur ekki minni til að þetta hafi gerst síðan.
Uppfull af hálsbólgu og hósta skrönglaðist ég á fætur, hálfdrap manninn minn honum brá svo að sjá mig á fótum á mjög svo ókristilegum tíma ( held samt það hafi verið útlitið á mér ) en hann myndi nú ekki segja mér það þessi elska.
Ég er vond kona þegar morgunsvefninn er tekin af mér er mér sagt t.d er lítið hægt að tala við mig fyrsta klukkutímann því að " það tekur tíma fyrir allann líkamann að vakna" !
Síðasta skynfærið sem vaknar í þessu ferli eru eyrun, svo það er eðlilegt að ég tali ekki mikið þegar þessi vakningarprósess er í gangi " ég heyri ekki þar sem að eyrun eru enn sofandi"
Fríður friður fylgi yður......
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ástin mín, ertu mikið lasin ?? snúðu við og farðu aftur uppí ... þetta verður allt í lagi ...
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:21
Vonandi batnar þér sem fyrst, farðu vel með þig
Svanhildur Karlsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.