Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Aftur til fortíðarskjálfta

 

Þegar skjálftinn reið yfir í gær, helltust yfir mig minningar síðan úr skjálftanum árið 2000.

Þá var ég búsett á Hvolsvelli og fór skemmdist okkar hús mikið og meirihluti innbús ónýtt eða skemmt.

En það er ekki það sem að skiptir mestu máli

Það sem að skiptir máli er að engin lét lífið, eða slasaðist alvarlega.

 

En samt sem áður er erfitt að missa stóran eða allann hluta af sínu innbúi, það veit ég af eigin reynslu.

 

Mínar bænir og samúð eru með öllum þeim sem eiga um sárt að binda eftir skjálftann.

 


Ég er hamingjusöm mamma mín.....

Þessi orð féllu upp í rúmi í gærkvöldi þegar við mæðgurnar áttum stund saman.

Tvær einar heima.. ein 13 ára skvísa og mamman

Ég hefði ekki fengið að heyra þessi orð ásamt því frábæra spjalli sem að við áttum saman, nema vegna þess að ég fékk svona hrottalega í bakið og samkvæmt læknisráði átti ég að vera heima og slappa af.

Þess vegna var tilvalið að eiga stund með ljósinu.

Hver segir að það sé slæmt að fá í bakið??

Það  bjargaði deginum hjá mérWink

 

Friiiiður 


Ég frussaði af hneykslan

 

Ég kom heim í gær eftir ágætis hjólatúr, og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom inn var að heilsa fólkinu mínu.

Frumburðurinn var hvergi sjáanlegur, svo að ég fór inn í herbergið hans til að heilsa honum.

Ég andaðist pínu þegar ég lauk upp hurðinni, LITLI drengurinn var í faðmlögum og kisseríi með kærustunni sinni.

Það eina sem að ég gat sagt þegar ég var búin að ná andanum var :

" þú gætir nú sett sængurver utan um sængina þína drengur"  eins og það komi málinu eitthvað við

Svo lokaði ég hurðinni með 2 pör af augum horfandi á mig eins og ég væri E.T endurborin

það þarf ekki að taka það fram að tilvonandi tengdadóttir okkar heldur að ég sé meira en lítið biluð.

 

Ég á greinilega pínu erfitt með að trúa því að hann er 15 ára gamall, fyrir mér er hann ennþá litli ljóshærði strákurinn minn.Crying

 

Ég vældi um þetta í smástund við betri helminginn, " ég er orðin svo gömul og bla bla bla"

Svarið var " já elskan, þú ferð örugglega að verða amma "

u u u u  nei Pinch


ÞAÐ ER SVO SANNARLEGA ÁRIÐ 2008

1. Þú ferð í partý og byrjar taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því þeir eru ekki blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess ýta bara á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega leist tilbaka til athuga hvort þar væri númer
fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar. EF þú féllst fyrir þessu ... W00t
ÞESSU VAR STOLIÐ AF BLOGGINU HENNAR BEGGULOPEZ Devil 
Ætli ég komist til himna ?Halo

Höfundur

Gríman
Gríman

Ha ég ??

 

Nýjustu myndir

  • theorettir
  • theodoramedhjalm
  • bjössi
  • myndir sab
  • Theodóra réttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband