Mér hefur verið sagt upp sem systur!!!

Það er bara þannig Angry andsk óhúmor í þessum bræðrum mínum.

Nú þegar forledrar mínir eru að ferðast um Kína, þá fæ ég reglulega sms frá þeim og auðvitað svara ég.

En þar sem að foreldrar mínir eru af þeirri kynslóð að gsm símar og tækni er ekki alveg eftst á færnis-listanum hjá þeim , þarf oft að fá þýðingu á smáskilaboðunum sem þau senda og svo eru þau yfirleitt eins og símskeytin í gamla daga.

Eitt sms var sent frá Kína í dag og það hljóðaði svo :

Erum í Shanghai ( stopp )hrædileg fatækt ( stopp ) sendu brædrum þínum ?? ( stopp)

Þar sem að ég skildi ekki síðasta orðið í skeytinu þá fyllti ég í eyðuna.

það sem helst kom til greina var að:

Þau vilja að ég sendi fátæka fólkinu í Kína bræðurna, og er það auðsótt mál af minni hendi.

Mig hefur alltaf langað til að vera einkabarn, en bræðurnir voru ekki sammála mér og eru þeir nú saman í gargandi fýlu út í systur sína.

En ég var nú bara að grínast sagði ég þeim en þeir segja að ég sé vond kona.

En ég er náttúrlega bara dásamleg.

 

Fiður og friður

ps: öllu gríni fylgir einhver alvara Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

sendu bræður þína hingað ... getum skipt á þeim og hrísgrjónum ... eða eitthvað

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 21.4.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gríman
Gríman

Ha ég ??

 

Nýjustu myndir

  • theorettir
  • theodoramedhjalm
  • bjössi
  • myndir sab
  • Theodóra réttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband