usss það borgar sig ekki að hugsa of mikið

Ég er búin að vera heima veik í 2 daga, sem er í sjálfu sér ekki merkilegt.

Nema það að í dag þegar ég er loksins komin með smá rænu og gat farið að hugsa smá, þá fékk ég þessa líka snilldarhugmynd.

Þetta segir mér að ég er ekki mikill hugsuður, úr því að ég gat ekki fundið mér neitt betra að gera eða allavega eitthvað pínu skemmtilegra.

Þetta  datt inn í  kollinn á mér á meðan ég braut saman peysur og buxur.

Unglingarnir á heimilinu eru að fara erlendis í rúma 2 mánuði í sumar, byrja fríið sitt í Osló og fara svo þaðan í fleiri ferðalög.

Búlgaría er á listanum og eitthvað meira víst.

Eins og það verður gott að losna við þau , þá er líka best af öllu þegar þau koma heim aftur

Alla vega fyrstu 2 dagana Whistling

Ég hefði viljað hafa svona tækifæri þegar ég var krakki að geta ferðast um allan heiminn á hverju sumri eins og gormarnir mínir hafa gert síðan þau voru 4 og 5 ára.

Og þar sem að ég er frekar illa stemmd núna eftir hósta, snýt og slatta af sjálfsvorkun þá datt mér það í hug að vera ekkert að endurnýja passana þeirra sem að renna út um miðjan júní.

Þau gætu farið í sörvæfor leik, svona hver kemst af í Búlgaríu án passa eða að komast til Íslands án passa.Cool

Þetta segir mér það að ég á ekki að hugsa mikið ef þetta er útkoman.... 

Nei nei elskurnar mínar, ég er bara að grínast 

fffffriður 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þú ert nú alltaf sama kvikindið ... ég skal fela passana, ef minn fær að fljóta með ... þá er ég að meina þennan sem gleymdist að senda með lyfin sín í skólann í dag og var hann smámæltur sem aldrei fyrr ... píþþþþþ

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 22.4.2008 kl. 18:41

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Mikið skil ég þig vel, alltaf sárt að sjá af börnunum sínum út og suður en þau koma alltaf aftur, mamma er best

Svanhildur Karlsdóttir, 22.4.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gríman
Gríman

Ha ég ??

 

Nýjustu myndir

  • theorettir
  • theodoramedhjalm
  • bjössi
  • myndir sab
  • Theodóra réttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 364

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband