Ég frussaði af hneykslan

 

Ég kom heim í gær eftir ágætis hjólatúr, og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom inn var að heilsa fólkinu mínu.

Frumburðurinn var hvergi sjáanlegur, svo að ég fór inn í herbergið hans til að heilsa honum.

Ég andaðist pínu þegar ég lauk upp hurðinni, LITLI drengurinn var í faðmlögum og kisseríi með kærustunni sinni.

Það eina sem að ég gat sagt þegar ég var búin að ná andanum var :

" þú gætir nú sett sængurver utan um sængina þína drengur"  eins og það komi málinu eitthvað við

Svo lokaði ég hurðinni með 2 pör af augum horfandi á mig eins og ég væri E.T endurborin

það þarf ekki að taka það fram að tilvonandi tengdadóttir okkar heldur að ég sé meira en lítið biluð.

 

Ég á greinilega pínu erfitt með að trúa því að hann er 15 ára gamall, fyrir mér er hann ennþá litli ljóshærði strákurinn minn.Crying

 

Ég vældi um þetta í smástund við betri helminginn, " ég er orðin svo gömul og bla bla bla"

Svarið var " já elskan, þú ferð örugglega að verða amma "

u u u u  nei Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehe æijá það er ótrúlegt þegar börnin eru allt í einu orðin stór

Svanhildur Karlsdóttir, 8.5.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bráðum lærist þér að kíkja í forstofuna þegar þú ferð á fætur. Ef þar eru háhælaðir skór í minna númeri en sonurinn notar verðurðu að klæða þig, ef ekki er þér óhætt að lufsast um á náttfötunum fram eftir degi.

Helga Magnúsdóttir, 8.5.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Gríman

 takk Helga mín , ég fer að æfa mig í þessu

Gríman, 9.5.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gríman
Gríman

Ha ég ??

 

Nýjustu myndir

  • theorettir
  • theodoramedhjalm
  • bjössi
  • myndir sab
  • Theodóra réttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband